22/12/2024

Smalahundurinn Simbi týndur

Smalahundurinn Simbi á Broddanesi hefur verið týndur frá því á föstudaginn og hafa eigendur töluverðar áhyggjur af honum. Þeir sem vita eitthvað um afdrif hans eru því vinsamlegast beðnir um að láta Jónsa eða Ernu vita í síma 451-3346. Simbi þekkir nafnið sitt og ansar því ef á hann er kallað. Á myndinni hér til hliðar er Simbi að leggja af stað í smalamennsku með Jóni Stefánssyni.