07/11/2024

Smábátasjómenn ánægðir

Í gær föstudag voru flestir bátar á sjó frá Hólmavík. Afli bátana hefur heldur verið að glæðast og þorskur að aukast í afla þeirra. Hlökkin var með mestan aflann eða um 6 tonn á 30 bala, Hilmir með 3,5 tonn á 24 bala, Hafbjörg 3,1 tonn á 30 bala, Kópnes 2,1 tonn á 20 bala og Straumur 1,5 tonn á 12 bala. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is hitti kallana í skúrnum í morgun og tók nokkrar myndir sem sjá má hér fyrir neðan.

sjosokn/580-arnar-hallik.jpg

Það var blíða á Hólmavík.  Kópnes,  Hallvarður,  Hlökk og Hafbjörg

Arnar og Halli Kiddi voru búnir með tvo bala

Jói var búinn með fimm bala og Birgir tvo

bottom

Hensi var í kaffi hjá Mása

Maggi og Jón Ólafs höfðu varla tíma til að líta upp

2

Jón ánægður var fimm krókum á undan Magga með balann

Svo var Mási  kominn í kaffi til Arnars á Kópnesinu

Ljósmyndir: BSP