14/10/2024

Slitlag lagt á Arnkötludal

Að því er fram kemur á ruv.is hófust menn handa við að leggja bundið slitlag á veginn um Arnkötludal í þessari viku, en að sögn
Magnúsar Vals Jóhanssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar, var áætlað að leggja á 4-6 kílómetra langan kafla í vikunni. Heildarvegalengdin er 25 kílómetrar og segir Magnús að það taki 3-4 vikur að leggja bundið
slitlag á alla leiðina, en það sé háð því að veður verði skaplegt.