22/12/2024

Slitlag komið á Arnkötludal

Búið er að leggja fyrri umferðina af bundna slitlaginu á nýja veginn um Arnkötludal, en seinni umferðin verður ekki lögð fyrr en á næsta ári. Vegurinn hefur ekki verið opnaður fyrir umferð. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að ekki hafa verið settar upp stikur og vegrið og einnig sé eftir að mála miðlínu á veginn. Verður væntanlega unnið verður að þessu næstu daga. Engin þjónusta er enn á veginum og verður ekki fyrr en hann verður opnaður
fyrir umferð. Þá hefur komið fram á visir.is að vegurinn verði líklega opnaður formlega 9. október, þótt umferð verði ef til vill hleypt á hann fyrr, og á skessuhorni.is kemur fram að Vegagerðin hafi ákveðið að vegurinn muni í framtíðinni heita Tunguheiði.