13/10/2024

Flöskusöfnun í kvöld

Nemendur í 8.-9. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík eru byrjaðir að safna fyrir Danmerkurferð haustið 2010 og er ætlunin að safna flöskum á Hólmavík og nágrenni í kvöld, þriðjudag, og senda í endurvinnslu. Er þetta einn liðurinn í söfnunarátakinu og hefur oft skilað góðum árangri. Eru íbúar beðnir að taka til þær flöskur sem þeir vilja gefa til að styrkja krakkana.