22/11/2024

Skúffuskáld skrái sig sem fyrst

Stefán GíslasonMiðvikudaginn 30. mars eru síðustu forvöð fyrir skúffuskáld á Ströndum og í nærsveitum að skrá sig á hagyrðinganámskeið sem haldið verður í Grunnskólanum á Hólmavík á fimmtudagskvöldið, 31. mars. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði. Áhugasamir geta haft samband við Stínu í síma 8673164 eða á netfangið stina@holmavik.is.


Býr hagyrðingur í þér?

Í vikunni eftir páska mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa fyrir hagyrðinganámskeiði á Ströndum. Það er Strandamaðurinn Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði sem leiðbeinir á námskeiðinu og verður það eina kvöldstund, fimmtudagskvöldið 31. mars. Samkvæmt námskeiðslýsingu er námskeiðið er 2 klst að lengd og skiptist í tvo álíka langa hluta.
 

Í fyrri hlutanum verður farið yfir grunnatriði í bragfræði, svo sem bragliði, stuðlasetningu og rím. Í síðari hlutanum hefst leitin að hagyrðingnum í þátttakendum. Framlög þátttakenda verða rýnd og rökrædd út frá bragfræðilegum og fagurfræðilegum forsendum og lagt á ráðin um úrbætur þar sem þeirra er talin þörf.

Skráning á námskeiðið er hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á netfangið frmst@frmst.is eða hjá Stínu sem er tengiliður Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum á netfanginu stina@holmavik.is og í símum 451 3585 og 867 3164. Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 30. mars en best er að þátttakendur skrái sig sem fyrst þar sem lágmarksfjölda þarf til að af námskeiðinu geti orðið.