05/12/2024

150 metrar af pylsum

Söluskálinn á HólmavíkMikil umferð var í gegnum Hólmavík um páskahelgina og mikið að gera í söluskálanum. Pylsusalan gefur oft nokkra hugmynd um umferðina en yfir 900 pylsur voru seldar yfir borðið ásamt ógrynni af hamborgurum, samlokum og gosi.  Hver pylsa er um það bil 17 cm þannig að vel yfir 150 metrar af pylsum hafa ferðamenn sporðrennt á Hólmavík um helgina.


Að sögn starfsfólks söluskálans á Hólmavík þá dreifðist umferðin meira yfir frídagana en áður.