12/12/2024

Skráning í Listaháskóla unga fólksins stendur yfir

Á morgun, föstudag, rennur út frestur til að skrá sig til leiks í Listaháskóla unga fólksins, en hann verður haldinn á Hólmavík, Patreksfirði og Ísafirði dagana 8.-12. júní og er hugsaður fyrir ungt fólk fætt á árunum 1993-1997. Um er að ræða 5 dagsnámskeið í ólíkum listgreinum – tónlistarsköpun, leiklist, myndasögugerð, stafrænni ljósmyndun, skapandi skrifum og gagnrýnni hugsun. Á Hólmavík verða námskeiðin á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu, ef næg þátttaka fæst, og færast þaðan út um víðan völl. Það er Háskólasetur Vestfjarða sem stendur fyrir Listaháskólanum ásamt Menningarráði Vestfjarða og Fræðslumiðstöð Vestfjarða er samstarfsaðili. Skráning er á www.hsvest.is.  

Hugmyndir hafa verið um að virkja einstaka hópa í skólanum til að undirbúa atriði á Hamingjudögum á Hólmavík í sumar, ef áhugi er fyrir hendi.