22/12/2024

Skotvopnanámskeið á næstunni

Skotvopna-námskeið verður haldið víða um land og m.a. á Hólmavík nú í haust. Fyrirhugað er að námskeiðin fari fram föstudagskvöldið 4. nóv. kl. 18.00-22.00, laugardaginn 5. nóv. kl. 10.00-14.00 og verkleg þjálfun fari fram sunnudaginnn 6. nóv. kl. 11.00. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst á námskeiðin. Skráning fer fram hjá Veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunnar í síma 460-7900 og þurfa menn að gefa upp kennitölur tveggja meðmælenda. Kennslugögn eru send til þátttakenda við greiðslu námskeiðsgjalds sem þarf að greiðast minnst viku fyrir námskeið. Ennfremur þurfa þátttakendur að skila inn til lögreglunnar passamynd, sakavottorði og læknisvottorði, sérstaklega útgefnu vegna skotvopnanámskeiða minnst viku fyrir námskeið.