22/09/2023

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna


Aðventuhátið Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Bústaðakirkju, sunnudaginn 16. des. Kl. 16.30. Hátíðin verður með líku sniði og undanfarin ár. Lenka Mátéová stjórnar kórnum, Stefán Sigurjónsson syngur einsöng, Peter Máté leikur á píanó og Vigfús Albertsson flytur hugvekju. Að venju mun sérstakur banrakór sem stofnaður er í tilefni aðventuhátíðarinnar syngja nokkur jólalög en stjórnandi hans er Unnur Hjálmarsdóttir.  Í lok hátíðarinnar er gestum boðið í kaffihlaðborð sem kórfélagar sjá um. Miðaverð er 3.000 kr. fyrir fullorðna.