09/09/2024

Skóflustunga að verkstæðishúsi

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju verkstæðishúsi Orkubús Vestfjarða á Hólmavík. Húsið verður reist á lóð Orkubúsins á Skeiði á Hólmavík og verður tengt áhaldahúsinu sem fyrir er. Um er að ræða um það bil 200 fermetra verkstæðishús, en í húsinu sem fyrir er verður skrifstofa, stjórnherbergi fyrir raforkukerfin og díselvélin, auk aðstöðu fyrir starfsmenn.

Fyrsta skóflustungan – ljósm. Ingimundur Pálsson