06/05/2024

Skíðamót á Stað um síðustu helgi

Rósmundur NúmasonÁ sunnudaginn var haldið skíðamót á vegum Skíðafélags Strandamanna á Stað í Steingrímsfirði og var keppt í sprettgöngu í ýmsum aldursflokkum. Ásdís Jónsdóttir ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is mætti á staðinn og tók nokkrar myndir. Um helgina var einnig haldið bikarmót í skíðagöngu á Ísafirði sem jafnframt var Íslandsmeistaramót í lengri vegalengdum. Í göngu með hefðbundinni aðferð voru gengnir 30 km í karlaflokki og þar voru tveir Strandamenn meðal þátttakenda. Birkir Þór Stefánsson náði 3. sæti á tímanum 1.42,45 klst og Ragnar Bragason var í 5. sæti á tímanum 1.46,30 klst. Þeir félagar eru nú ásamt Rósmundi Númasyni að undirbúa ferð á Vasa-gönguna víðfrægu.

Sigurvegari í göngunni og jafnframt Íslandsmeistari í lengri vegalengdum var Andri Steindórsson frá Akureyri en hann gekk á tímanum 1.32,19 klst. Alls voru ræstir út 12 keppendur í karlaflokki.

Frekari fréttir af mótum má finna á vefsíðu Skíðafélagsins – http://sfstranda.blogcentral.is/.

Rósmundur Númason

ithrottir/2009/580-sprettganga6.jpg

ithrottir/2009/580-sprettganga4.jpg

ithrottir/2009/580-sprettganga2.jpg

Fjör á skíðamóti – Ljósm. Ásdís Jónsdóttir