12/05/2024

Félagsstarf eldri borgara á Hólmavík í Félagsheimilið

Frá félagsstarfi eldri borgaraÁ fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var í gær tekin fyrir tillaga um að byggja upp aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fyrir fundinum lá tillaga um að breyta sturtuklefa í húsinu ásamt skrifstofu í aðstöðu fyrir félagsstarfið, þar sem þeir hafi verið á hrakhólum með starfsemi sína undanfarin ár. Tillagan var samþykkt samhljóða, en ekki kemur fram hvenær ætlunin er að ráðast í framkvæmdirnar eða taka nýja aðstöðu í notkun. Sturtuklefarnir í Félagsheimilinu eru arfur frá þeim tíma þegar húsið var janframt notað sem íþróttahús, en ný íþróttamiðstöð tók við því hlutverki fyrir nokkrum árum.