07/10/2024

Skíðagöngumót á laugardag

Laugardaginn 20. febrúar verður haldið mót í sprettgöngu, þar sem skíðagöngugarpar á Ströndum reyna með sér. Það er Skíðafélag Strandamanna sem stendur fyrir keppninni sem hefst kl. 11. Mótið verður haldið á Hólmavík, ofan við Brandsskjól, í laut sem liggur meðfram veginum upp að vatnstankinum. Keppt verður í öllum flokkum og fer skráning fram á staðnum. Mótið er öllum opið og áhorfendur velkomnir.