05/01/2025

Skíðafélagið rennur af stað

Skíðafélag Strandamanna sem sérhæfir sig í skíðagöngu er að fara að hefja æfingar, enda er kominn dálítill snjór á Ströndum og útlit fyrir meira, eins og fram kemur á vefsíðu félagsins. Stefnt er að fyrstu æfingu vetrarins á föstudaginn kl. 14-15.20 á Hólmavík, líklega í nágrenni íþróttahússins. Ekki er búið að setja saman æfingatöflu fyrir veturinn, en æfingar verða þó líklega með svipuðu sniði og í fyrra. Nýir iðkendur geta haft samband með því að senda tölvupóst á sigra@snerpa.is. Það eru engin æfingagjöld og allir velkomnir. 

Stærsta mót vetursins á Ströndum er Strandagangan, en hún verður haldin 17. mars þetta árið. Þar er keppt í 1 km, 5 km, 10 km og 20 km skíðagöngu.