19/04/2024

Skemmtileg skátakynning á Hólmavík


Fulltrúar frá Bandalagi íslenskra skáta og skátafélaginu Stíganda í Dölum heimsóttu Hólmavík miðvikudaginn 7. nóvember og héldu kynningarfund um skátastarf. Fjölmenni sótti fundinn, tæplega 40 manns, og fræddist um skátastarf frá öllum hliðum. Krakkarnir fóru í leiki, eins og sjá má af meðfylgjandi myndum, og þeim er síðan ætlað að hafa frumkvæði að því að koma upp skátastarfi á svæðinu. Foreldrar eða aðrir sem eru áhugasamir um skátastarf geta haft samband við Kristínu S. Einarsdóttur í s. 867-3164, til dæmis í þeim tilgangi að sjá um eða hafa umsjón með myndun á skátaflokkum.

Á fimmta áratug 20. aldar var starfandi skátafélag á Hólmavík sem bar nafnið Skátafélagið Hólmherjar.

0

bottom

frettamyndir/2012/645-skatar5.jpg

frettamyndir/2012/645-skatar3.jpg

Kynning á skátastarfi – ljósm. Arnar S. Jónsson