Nóg er um að vera í skemmtanalífinu á Hólmavík svona rétt fyrir jólin. Laugardaginn 18. desember verður Héraðsbókasafnið með auka opnunartíma frá kl. 14:00-15:00 svo að menn geti nú náð sér í góða bók til að lesa um jólin. Þaðan geta menn skellt sér beint í Kaupfélagið á Hólmavík (KSH) og hlustað á krakkakórinn syngja en sú dagskrá hefst kl. 15:00. Um kvöldið verður síðan opið á Café Riis, diskótek frá kl. 23:00-03:00.