23/04/2024

Sjávarréttakvöld Lions á Hólmavík

Lions selur rækjur á HamingjudögumLionsklúbbur Hólmavíkur stendur fyrir veglegu sjávarréttakvöldi næstkomandi laugardag í Félagsheimilinu á Hólmavík. Að sögn Victors Arnar Victorssonar verður mikið um dýrðir, en fyrst var sjávarréttakvöld eins og þetta haldið í fyrra við ágætar undirtektir. Bent er á að panta þarf miða í síðasta lagi á fimmtudaginn, en allir eru velkomnir í veisluna. Borðhald hefst kl. 20:00 á laugardag og miðaverðið er kr. 3.000.- Tekið er á móti pöntunum hjá Jóni E. Alfreðssyni s. 455-3101 og Þorsteini Sigfússyni s. 863-9113.