10/12/2024

Tónleikar í kvöld og handbolti á morgun á Café Riis

Í kvöld kl 21:00 heldur söngkonan knáa Hera tónleika á Café Riis en hún hefur
vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir skemmtilegan söngstíl. Nýjasta lag
hennar Feels so Good er eitt þeirra laga sem hafa verið mjög vinsælt undanfarið.
Það er fleira framundan á Café Riis því í hádeginu á morgun verður sýnt beint
frá leik Íslands og Spánar í handbolta á ÓL. Gríðarleg spenna er fyrir þeim leik
um land allt. Af tilefni leikjarins verður sérstakt ÓL pizzutilboð í hádeginu.
Það eru allir Hólmvíkingar og nærsveitarmenn hvattir til að mæta og hvetja okkar
menn alla leið til Kína.