22/12/2024

Sjálfvirk veðurathugunarstöð tekin í notkun

Veðurstofan setti nýverið upp sjálfvirka veðurathugunarstöð við Hólmavík sem er
staðsett á Skeljavíkurgrundum, þar sem golfvöllurinn er. Stöðin er beintengd við
Veðurstofu Íslands og sendir upplýsingar um veður á klukkutíma fresti. Þær
upplýsingar koma einnig fram á vef Veðurstofunnar þar sem þær eru aðgengilegar
öllum almenningi. Hægt er að nálgast veðurstöðina á Hólmavík inni á vef Veðurstofunnar með því að smella hér. Þar koma fram upplýsingar um veðurlagið við Hólmavík og sýna hitastig, vindstig og rakastig. Einnig er hægt að skoða breytingu á veðri síðustu 12 klukkustundir annarsvegar og síðustu sex daga hinsvegar. 

Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is gerði sér ferð út á golfvöll í morgun til að mynda
veðurstöðina, þá var 5 stiga hiti og 14 m/s að norðaustan.

Ljósm.: Sigurður Atlason