29/04/2024

Salbjörg er Karókímeistari 2007

Sabba á æfingu fyrr í vikunni
Salbjörg Engilbertsdóttir bar sigur úr býtum á karókíhátíðinni í Bragganum á
Hólmavík í gærkvöldi. Salbjörg sem söng lögin Jolene og Slappaðu af vann hug og
hjörtu áhorfenda sem kusu hana í efsta sætið með miklum fagnaðarlátum og hún
þurfti að endurtaka bæði lögin eftir verðlaunaafhendingu. Það voru frændurnir
Arnar S. Jónsson og Jón Gústi Jónsson sem vermdu annað og þriðja sætið í
keppninni og Arnar var einnig valinn skemmtilegasti flytjandinn af áhorfendum.
Húsfyllir var á karókíkeppninni sem var núna haldin í þriðja sinn. Ljósmyndir frá keppninni er hægt að skoða í myndasafni strandir.saudfjarsetur.is með því að smella hér.