12/09/2024

Sjálfstæðismenn stilla upp lista

Stillt verður upp á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar, en þetta var ákveðið í dag á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins sem haldinn er á Ísafirði. Kosið var milli tveggja kosta og vildu 30% fundarmanna prófkjör en 70% uppstillingu. Sjálfstæðismenn eiga þrjá þingmenn í kjördæminu og hafa þeir allir lýst því yfir að þeir hyggist halda áfram. Þetta eru ráðherrarnir Sturla Böðvarsson og Einar K. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Í öðrum kjördæmum hafa Sjálfstæðismenn ákveðið að halda prófkjör, nema í Norðausturkjördæmi þar sem ákvörðun verður tekin um næstu helgi. Sagt var frá í fréttum RÚV.