22/12/2024

Simma ST 7 bætist við flota Drangsnesinga

Simma ST 7Veðrið lék við Strandamenn í gær þegar bættist nýr bátur í flota Drangsnesinga þegar Simma ST 7 kom til heimahafnar. Eigendur og útgerðaraðilar Simmu ST 7 eru Borg ehf en báturinn sem er 18,5 brúttótonn mun verða gerður út á línu og grásleppu. Báturinn hét áður Sunna Líf KE og sökk í Keflavíkurhöfn í á síðasta ári, en hefur síðan fengið gagngera yfirhalningu í Njarðvíkurslipp. Jenný Jensdóttir á Drangnesi sendi meðfylgjandi myndir af Simmu ST 7 þegar hún kom í heimahöfn.

Simma ST 7

sjosokn/480-simma1.jpg

Simma ST 7 kemur til heimahafnar – Ljósm. Jenný Jensdóttir