22/12/2024

Silkitoppur á Ströndum

Í dag sást til flækingsfuglsins silkitoppu (bombycilla garrulus) í görðum á Hólmavík. Silkitoppur eru óreglulegir flækingsfuglar á Vestfjörðum og koma þá oft í stórum hópum og sækja í berjatré í görðum. Þær þiggja epli með þökkum ef þau eru í boði og fest í tré í görðum. Þær sjást helst á haustin á Vestfjörðum. Silkitoppan er félagslyndur spörfugl sem verpir í skógum í Kanada, Rússlandi og Skandinavíu. Hún er auðþekkt á höfuðskrauti, en grunnliturinn er grábleikur og gult í stél og væng. Ef einhver nær mynd af þessum góða gesti má gjarnan senda hana á strandir@strandir.saudfjarsetur.is.