22/09/2023

Hálka á vegum

Ástæða er til að vara vegfarendur við hálku á vegum á Ströndum, en bæði má finna sýnishorn af ísingu og hálku, auk þess sem för í krapi hafa frosið á vegi hér og hvar. Nú á áttunda tímanum í kvöld var ísrigning við Steingrímsfjörðinn, en veður gott. Ferðalangar eru hvattir til að fara að öllu með gát, hvort sem þeir eru akandi eða gangandi.