14/12/2024

Síldarverksmiðjan á Eyri við Ingólfsfjörð

EyriEin af perlum Árneshrepps sem ferðamenn hafa mjög gaman af að heimsækja er Eyri við Ingólfsfjörð. Þar var um tíma á 20. öldinni blómleg síldarvinnsla og er afar sérstakt að koma þar og sjá yfirgefnar verksmiðjubyggingarnar sem eru í allmikilli niðurníðslu. Akvegur sem mætti gjarnan vera töluvert betri, en er þó fær öllum bílum, liggur frá Melum í Árneshreppi yfir að Eyri, en jeppar komast síðan alla leið í Ófeigsfjörð. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is skellti sér í skoðunarferð að Eyri á dögunum og smellti af nokkrum myndum.

Eftir því sem fréttaritari veit best var síldarsöltun á Eyri á árabilinu 1916-1919, en lagðist þá af þar eins og víðar í framhaldi af krakkinu mikla, þegar síldarsöltun landsmanna fór á höfuðið að heita mátti á einu bretti. Á þessu blómaskeiði voru líklega einar fimm síldarsöltunarstöðvar við Ingólfsfjörð.

Aftur var söltuð síld á Eyri frá því um 1930 og lítil síldarbræðsla var síðan byggð um 1936. Síðan var býsna stór bræðsla reist innarlega á eyrinni á heimsstyrjaldarárunum og starfrækt til 1952. Seinna var starfrækt þar lítil rækjuverksmiðja í fáein ár. Eyri fór í eyði (ef hægt er að nota það orð) árið 1971, en þar eru fyrir utan verksmiðjuhúsin nokkur íbúðarhús sem er viðhaldið og notuð sem sumardvalarstaðir.

1

Eyri

arneshreppur/580-eyri9.jpg

arneshreppur/580-eyri8.jpg

arneshreppur/580-eyri6.jpg

arneshreppur/580-eyri5.jpg

arneshreppur/580-eyri2.jpg

arneshreppur/580-eyri13.jpg

arneshreppur/580-eyri12.jpg

arneshreppur/580-eyri1.jpg

Eyri við Ingólfsfjörð – Ljósm. Jón Jónsson