19/04/2024

Sigvaldi í öðru sæti á Skíðalandsmótinu

Sigvaldi Magnússon frá Stað í Steingrímsfirði hafnaði í öðru sæti í sprettgöngu á Skíðalandsmótinu á Sauðárkróki í dag. Er þetta besti árangur Strandamanns á landsmóti síðan Jóhann Jónsson lenti í fyrsta sæti um 1950. Þess má einnig geta að Birkir Stefánsson frá Tröllatungu lenti í 3. sæti árið 1999. Í gær var keppt í göngu með hefðbundinni aðferð og lenti Guðrún Magnúsdóttir í 7.sæti og Magnús Steingrímsson í 9.sæti. Ragnar Bragason lenti í 6. sæti og Sigvaldi Magnússon í 4. sæti í göngu með frjálsri. Á morgun verður keppt í boðgöngu og óskar strandir.saudfjarsetur.is sínu fólki góðs gengis í þeirri keppni.