19/09/2024

Sigurganga Jóns stöðvuð!

Óralangri sigurgöngu Jóns Jónssonar í tippleik strandir.saudfjarsetur.is lauk í dag. Það var Drangsnesingurinn Höskuldur Birkir Erlingsson á Blönduósi sem hafði betur í viðureign dagsins; vann með 5 réttum gegn 4 réttum hjá Jóni. Jóni eru færðar bestu þakkir fyrir þátttökuna, en keppni næstu helgar verður fyrsta viðureignin sem hann tekur ekki þátt í; hann hefur verið með í tíu umferðum. Það kemur í ljós síðar í vikunni hvern Jón skorar á að keppa við Höskuld sem stefnir væntanlega að langri og góðri sigurgöngu næstu vikurnar. Spár þeirra Jóns og Höska fyrir helgina má sjá með því að smella hér, en hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins og stöðuna í leiknum, en þar hefur Jón örugga forystu:

Árangur tippara hingað til:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2. Höskuldur Birkir Erlingsson – 1 sigur
3. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
4. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
5. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
6. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar

Sá sigrar í leiknum sem vinnur flestar viðureignir. Ef keppendur ná jafnmörgum sigrum vinnur sá sem hefur gert fleiri jafntefli. Ef enn er jafnt eftir það gildir meðaltal stiga yfir veturinn. Ef meðaltalið er jafnt (sem væri í hæsta máta ótrúlegt) þurfa keppendurnir að keppa í bráðabana með því að tippa á getraunaseðil.

LEIKIR

ÚRSLIT

HÖSKI

JÓN

  1. Liverpool – West Ham

1

1

1

  2. Chelsea – Blackburn

1

1

1

  3. Charlton – Bolton

2

X

1

  4. Birmingham – Everton

2

2

X

  5. Sunderland – Portsmouth

2

X

1

  6. Middlesboro – Man. Utd.

1

2

X

  7. Reading – Leeds

X

1

1

  8. Crewe – C. Palace

X

2

2

  9. Watford – Wolves

1

X

1

10. Southampton – Stoke

1

1

1

11. Derby – QPR

2

2

1

12. Preston – Leicester

X

2

1

13. Coventry – Luton

1

2

X

 

 

5 réttir

4 réttir