04/10/2024

Eina vídeóleigan hætt

Eina vídeóleigan á Hólmavík og líklega á Ströndum öllum, Vídeóleiga Alfreðs og Jóa, hætti starfsemi nú í haust. Hún var í samstarfi við vídeóleigu syðra og er nú búið að pakka niður spólunum og skila þeim. Er því orðið býsna langt fyrir Strandamenn um miðbik sýslunnar að sækja sér spólu þegar sjónvarpsdagskráin er léleg. Þrátt fyrir aukin kaup fólks á bíómyndum á DVD-diskum og væntanlega fjölgun sjónvarpsstöðva sem nást á Ströndum á næstu árum, er þó aldrei að vita nema einhver sjái viðskiptatækifæri í ástandinu og skelli sér í vídeóleigu-bisness.