22/12/2024

Sérkennilegt skip við bryggju

Allsérstakt flutningaskip var við bryggjuna á Hólmavík í gærmorgun þegar menn risu þar úr rekkju. Skipið er við saltflutninga og með norskan fána. Jón Halldórsson landpóstur dró af þessu tilefni fram myndavélina og sendi okkur á strandir.saudfjarsetur.is meðfylgjandi myndir af skipinu.

Ljósm. og frétt – Jón Halldórsson