23/12/2024

Selir á skerjum á Ströndum

selsi1

Víða á Ströndum má sjá seli spóka sig á steinum og flúrum í fjörunni, þó misjafnt sé eftir árstímum hvar þeir halda sig. Selir eru forvitnar skepnur og hafa ekki síður gaman af því að skoða landkrabbana og synda gjarnan meðfram ströndinni og fylgja þeim sem er þar á göngu. Ef fólk syngur fyrir selinn eða flautar lag, bregst það varla að hann kemur nær og skoðar betur hvað sé þarna um að vera. Stundum syngja þeir meira að segja með, eins og selurinn á myndinni hér að ofan. Meðfylgjandi myndir tók Jón Jónsson á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð af selum sem oft liggja í hópum á flúrunni út af Langatanga, rétt utan við bæinn, vetur, vor og haust.

selsi selsi2 selsi3 selsi5 selsi10 selsi13 selsi15

Selir á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson