Út er komin ársskýrsla Samtaka náttúrustofa (SNS) fyrir árið 2009. Skýrslan inniheldur umfjöllun um starfsemi náttúrustofa á landsbyggðinni og útibúa þeirra. Stofurnar eru samtals sjö og er útibú frá Náttúrustofu Vestfjarða með einu stöðugildi á Hólmavík. Þetta er í fyrsta sinn sem SNS gefur út sameiginlega ársskýrslu fyrir allar náttúrustofurnar og er þar gefið greinargott yfirlit yfir áhugaverða starfsemi þeirra, rannsóknir, fræðslu og ráðgjöf.
Skýrslan, sem er um 60 síður að lengd, er aðgengileg á netinu og er hægt að nálgast hana undir þessum tengli. Heimasíða Samtaka náttúrustofa er svo á slóðinni www.sns.is.