05/05/2024

Opinn íbúafundur um einelti og uppbyggileg samskipti

Í dag, þriðjudaginn 19. október kl. 18:00, mun Guðjón Ólafsson sérkennslufræðingur og fræðslustjóri Austur-Húnvetninga halda fyrirlestur á opnum fræðslufundi í Félagsheimilinu á Hólmavík. Guðjón mun fjalla um einelti og mikilvægi uppbyggilegra samskipta. Það er sveitarfélagið Strandabyggð sem stendur fyrir fundinum sem allir eru velkomnir á. Í tilkynningu kemur fram að fróðleikurinn sem Guðjón búi yfir gefi Strandamönnum frábært tækifæri til að byggja upp enn betra og blómlegra samfélag.