24/07/2024

Ljósmyndasamkeppni á strandir.saudfjarsetur.is

Fuglahræðan góðaVefurinn strandir.saudfjarsetur.is stendur fyrir ljósmyndasamkeppni þessa vikuna, undir yfirskriftinni Strandamenn að störfum. Eru þátttakendur hvattir til að smella af myndum sem falla að þessari yfirskrift og senda á strandir@strandir.saudfjarsetur.is á tölvutæku formi. Skilafrestur á myndum í keppnina er til sunnudagsins 6. mars.

Sérvalin dómnefnd skoðar myndirnar og metur þær eftir ýmsum atriðum, s.s. myndbyggingu og litum, hversu vel myndirnar fanga yfirskrift keppninnar og ýmsu öðru. Myndunum þurfa að fylgja upplýsingar um af hverju myndin er, hvar hún er tekin, hvenær og af hverjum.

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is áskilur sér rétt til að birta þær myndir sem sendar eru í keppnina í vefritinu án sérstakrar greiðslu. Höfundar er þá ávallt getið.