26/12/2024

Sambandsleysi við Hólmavík

Nettenging Snerpu við Hólmavík liggur niðri þessa stundina og ekki er vitað hvenær hún kemst í lag. Sambandið fór af kl. 7:12 í morgun og snjóflóðahætta er ástæðan fyrir því að ekki er vitað hvenær tenging kemst á aftur – endurvarpi á Arnarnesi er óvirkur þar sem snjóflóð tók niður nokkra rafmagnsstaura. Færð á vegum um Strandir er óbreytt nú kl. 11:00 skv. vef Vegagerðarinnar – allir vegir eru ófærir nema sunnan við Stikuháls og milli Drangsnes og Hólmavíkur er þungfært.