24/06/2024

Allt í himnalagi?

Nú er veður gengið niður við Steingrímsfjörð og bjart og fallegt veður. Mokstursbíll brunaði fram hjá Kirkjubóli núna rétt fyrir hálftólf á suðurleið. Internetið hjá þeim sem eru tengdir örbylgjusambandi Snerpu er líka komið á aftur, en ástæðan fyrir biluninni var sú að örbylgjuloftnet Símans við Arnarnes við Skutulsfjörð var rafmagnslaust eftir snjóflóð. Þar er ekki kominn straumur á, en Strandir hafa nú verið tengdar við loftnetakerfi Símans frá Blönduósi til bráðabirgða.