22/11/2024

Rjúpnaveiði bönnuð á landareignum í eigu Strandabyggðar

Á sveitarstjórnarfundi í Strandabyggðar var á dögunum fjallað um rjúpnaveiði í landi í eigu sveitarfélagsins og voru skiptar skoðanir um málið. Niðurstaða fundarins varð sú að rjúpnaveiði var bönnuð á landareignum í eigu sveitarfélagsins með þremur atkvæðum gegn tveimur. Um er að ræða jarðirnar Skeljavík, Víðidalsá og hluta Kálfaness í Steingrímsfirði og Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Þar sem rjúpnaveiðitímabil er að hefjast er rétt að benda veiðimönnum á að enginn almenningur eða afréttur er á Ströndum, en allt land í einkaeigu. Því þarf ávallt leyfi landeigenda til að stunda veiðar á svæðinu.  

Töluvert hefur verið um rjúpu innanbæjar á Hólmavík í haust.