29/03/2024

Ríkisjarðir til sölu

Frá KollafjarðarnesiÍ fjárlögum 2005 er gefin heimild til að selja þrjár ríkisjarðir á Ströndum. Það eru jarðirnar Árnes í Trékyllisvík, Kollafjarðarnes í Kollafirði og Prestbakki í Hrútafirði, þar sem einnig er prestssetur.

Jarðirnar hafa ekki verið auglýstar til sölu ennþá, en ríkisjarðir sem selja skal skulu auglýstar til sölu í dagblöðum eða með öðrum almennum hætti samkvæmt reglum um sölu ríkisjarða.

Ríkisjarðir sem losna úr ábúð skal að jafnaði selja nema ef um er að ræða ættliðaskipti eða jarðir sem ríkið telur rétt að nýttar verði áfram til landbúnaðar í sömu búgreinum svo og ef ríkið telur sérstaka þörf á að ráðstafa jörðum til annarra nota, t.d. fyrir opinberar framkvæmdir, stóriðju eða þegar um er að ræða jarðir sem hafa einhverja þá kosti sem teljast varða almannahagsmuni s.s. vegna útivistar, menningar, náttúruverndar, skotveiða o.fl. Með ættliðaskiptum er átt við að jörð gangi til maka, niðja eða systkina ábúanda.

Ríkiskaup annast söluna fyrir hönd ríkisins og skal hagkvæmasta tilboði með tilliti til verðs, greiðsluskilmála og greiðslugetu tekið, nema sérstakar ástæður mæli gegn því.

PrestbakkakirkjaÁrneskirkja

 

 

 

Kirkjurnar á Prestbakka og í Árnesi.