24/07/2024

Borgarísjaki við Gjögur

Borgarísjaki út af Gjögri í ágúst sl.Ríkisútvarpið birti fyrr í dag frétt um að vígalegur borgarísjaki væri á flækingi um það bil 10 kílómetra austur af Gjögri í Árneshreppi. Jakinn mun vera af stærri gerðinni og líkist að sögn sjómanna sem leið hafa átt um svæðið helst stóru skipi með fjögur möstur. Hæð ísjakans mun vera nokkrir tugir yfir sjávarmáli og fer hann afar hægt yfir, aðeins nokkra metra á klukkustund.

Ekki er óalgengt að Árneshreppsbúar fái að berja ísjaka sem þennan augum. Að sögn fræðinga stendur að jafnaði um það bil 1/10 borgarísjaka upp úr sjónum. Það segir sína sögu um hvers konar ferlíki er þarna á ferðinni – þegar margir tugir metra jakans eru ofan sjávarmáls.

Vonir standa til að birtar verði myndir af borgarísjakanum fljótlega hér á strandir.saudfjarsetur.is.