05/10/2024

Reykholtskórinn heimsækir Hólmavík

Næsta sunnudag verður mikið um dýrðir í Hólmavíkurkirkju, en þá kemur Reykholtskórinn Í Borgarfirði í messuheimsókn á Strandir. Messa verður í Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 24. október kl. 14:00 og mun kórinn flytja messu eftir Charles Gounod undir stjórn Bjarna Guðráðssonar. Sr. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti þjónar fyrir altari og prédikar. Að lokinni messu syngur Reykholtskórinn síðan nokkur lög.