22/12/2024

Réttað í Skarðsrétt í dag

Réttað verður í Skarðsrétt í Bjarnarfirði í dag og er áætlað að fé fari að nálgast réttina upp úr hádegi. Jafnan er mannmargt í réttinni og mikið fjör. Um kvöldið er svo árlegt réttarball á Laugarhóli þar sem Bandið spilar fyrir ballgesti. Skarðsrétt komst á dögunum í fréttirnar þegar hún var eitt af þeim mannvirkjum sem fékk tilnefningar sem eitt af merkilegustu mannvirkjum Vestfjarðakjálkans. Skarðsrétt er hlaðin eingöngu úr torfi og er örugglega ein af fáum slíkum réttum sem enn standa.