14/09/2024

Ókeypis námskeið í upplestri og framsögn

Af tilefni af viku símenntunar mun starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, í samvinnu við stéttarfélög og fleiri aðila, heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum og kynna starfsemi sína í næstu viku. Verður hópurinn á Ströndum fimmtudaginn 27. september og um kvöldið verður Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona með námskeið í upplestri og framsögn þátttakendum að kostnaðarlausu. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum á Hólmavík kl. 20- 22. Fólk er hvatt til að mæta og allir eru  velkomnir.

Annað sem Fræðslumiðstöðin og samstarfsaðilar munu m.a. kynna í heimsókninni á Strandir er:
·       Námskeið vetrarins.
·       Náms- og starfsráðgjöf.
·       Lesblindupróf og úrræði við leserfiðleika.
·       Styrkir og starfsmenntasjóðir.

Nýlega endurnýjaður vefur Fræðslumiðstöðvarinnar er á slóðinni www.frmst.is.