30/10/2024

Rafmagnsleysi á laugardag

Rafmagnslaust var á Ströndum á laugardagsmorgun. Viðgerðarflokkur frá Orkubúinu fór á Tröllatunguheiði til viðgerða og fann svo bilunina þar sem staur hafði brunnið nálægt spennistöðinni í Geiradal. Var hann losaður frá línunni og eftir það gat rafmagnið streymt óhindrað á Strandir. Silja Ingólfsdóttir smellti mynd af Skeiðinu á Hólmavík í rafmagnsleysinu á laugardagsmorgun og virðist hafa hitt á augnablik þar sem díselvélinni í Orkubúshúsinu hefur svelgst á olíunni.

 

Ljósm. Silja Ingólfsdóttir