22/12/2024

Rafmagnslaust norðan Hólmavíkur í morgun

Orkubúið á HólmavíkRafmagnslaust var um tíma í morgun norðan við Hólmavík. Að sögn Orkubús Vestfjarða var bilunin á Fellabökum, innan við Ós í Steingrímsfirði, en mikill vindur var þar. Rafmagn var keyrt á varaafli á Drangsnesi, en rafmagnslaust var í Árneshreppi. Rafmagnstruflanir í morgun og einnig í gær höfðuí för með sér að netsambandslaust var um tíma á Drangsnesi og hjá öðrum þeim íbúum við Steingrímsfjörð sem nota örbygjusamband frá Snerpu. Ástæðan var sú að rafmagn sló út í Sævangi í bæði skiptin eins og oft gerist þegar spennufall verður, en þar er spegill á milli Hólmavíkur og Drangsness.