20/04/2024

Kristinn Schram ráðinn forstöðumaður Þjóðfræðistofu

Nýverið var gengið frá ráðningu í stöðu forstöðumanns Þjóðfræðistofu á
Ströndum sem Strandagaldur hefur undanfarið unnið við að koma á
laggirnar á Hólmavík. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna og fyrir valinu
varð Kristinn Schram þjóðfræðingur. Kristinn er með meistarapróf í
þjóðfræði, er að ljúka doktorsnámi í greininni og er stundakennari í
þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hann mun hefja störf fljótlega. Kristinn
er kvæntur Kötlu Kjartansdóttir þjóðfræðingi og þau eiga tvö börn.
Helstu verkefni Þjóðfræðistofu sem er nýtt fræðasetur, verða
rannsóknir og miðlun menningararfsins í samvinnu við fjölda ólíkra
aðila, mennta- og menningarstofnana.


Þá verður unnið að uppbyggingu menningar- og menntatengdrar ferðaþjónustu,
skráningarverkefnum tengdum þjóðfræði og sagnfræði, námskeiðahaldi og kennslu og
umsjón höfð með upplýsingamiðstöð um íslenska þjóðtrú.