22/12/2024

Rafmagnslaust á Hólmavík

Rafmagnið fór af á Ströndum upp úr klukkan hálfsjö í kvöld og var rafmagnslaust í tæplega kortér. Aftur fór rafmagnið út um hálftíma síðar og þá í nokkrar mínútur. Ekki hefur fréttaritari spurnir af hversu víðtækt rafmagnsleysið var né heldur hvað olli því. Mikil úrkoma hefur verið í dag og bálhvasst.


Það má ætla að þeim sem ætla á þorrablót á Hólmavík hafi brugðið í brún, en ekki eru nema örfá ár síðan þorrablót var haldið þar í rafmagnsleysi. Vonandi kemur ekki til þess aftur nú í kvöld.