Í fundargerð frá síðasta fundi hreppsnefndar Bæjarhrepps þann 3. mars, sem er birt hér á vefnum, kemur fram að Sigurður Kjartansson oddviti sagði þar frá óformlegum fundi fulltrúa sveitarstjórnar Bæjarhrepps og Húnaþings vestra. Fundurinn var haldinn á Hvammstanga og var þar farið yfir samstarf sveitarfélaganna og hugsanleg sameining þeirra rædd ítarlega. Málin voru rædd á hreppsnefndarfundinum innan sveitarstjórnar Bæjarhrepps, en ákvörðun um næstu skref frestað til næsta fundar.