25/04/2024

Rætt um barnsmissi í Hólmavíkurkirkju í kvöld


Fræðslukvöldi um barnsmissi verður haldið í kvöld í Hólmavíkurkirkju, fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20:00. Um er að ræða fræðslu og spjallkvöld í notalegu umhverfi, ætlað fagfólki, foreldrum og öðrum aðstandendum. Flutt verður fræðsluerindi og síðan gefst færi á að spjalla, deila reynslu sinni eða fá svör við fyrirspurnum. Fræðsluerindið flytur Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri, stofnandi samtakanna Litlir englar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Rauði kross Íslands – Strandasýsludeild, Hólmavíkurkirkja, Reykhólahreppur og sveitarfélagið Strandabyggð styrkja fræðslukvöldið.