04/10/2024

Rækjuveiðar á Íslandsmiðum

Frystitogarinn Eyborg EA fer í slipp á Akureyri á næstu dögum, en síðan á rækjuveiðar á Íslandsmiðum í október. Rækjan verður fryst um borð og hún síðan þídd upp og unnin hjá Hólmadrangi á Hólmavík. Frá þessu er sagt á ruv.is. Skipið hefur verið í ýmsum verkefnum utan fiskveiðilögsögunnar í áratug. Síðast var skipið á veiðum við Íslandsstrendur árið 1999, að sögn Birgis Sigurjónssonar útgerðarmanns skipsins, en nú líti betur út með rækjuveiðar við Ísland en í langan tíma og því sé ætlunin að láta á þetta reyna.