12/09/2024

Menningarsjóður vestfirskrar æsku

Á hverju ári eru veitir Vestfirðingafélagið styrkir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til nemenda í framhaldsnámi sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Strandamenn eru í hópi þeirra sem hafa fengið styrki úr þessum sjóði og því rétt að benda á umsóknarfrestinn. Að öðru jöfnu njóta eftirtaldir forgangs um styrk úr sjóðnum: 1. Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu, föður eða móður. 2. Einstæðar mæður. 3. Konur, meðan fullt launajafnrétti er ekki í raun. 4. Ef engar umsóknir eru frá Vestfjörðum, koma umsóknir Vestfirðinga búsettra annars staðar til greina.

Félagssvæði Vestfirðingafélagins er Ísafjarðarsýslur, Ísafjörður, Stranda- og Barðastrandarsýslur. Umsóknir skulu sendar fyrir lok júlímánaðar 2006 til Menningarsjóðs vestfirskrar æsku c/o Haukur Hannibalsson, Digranesheiði 34, 200 Kópavogi og skulu meðmæli fylgja frá skólastjóra og/eða öðrum sem þekkja viðkomandi nemanda, efni hans og aðstæður. Netfang: haukurhannibalsson@simnet.is. Í stjórn sjóðsins eru: Haukur Hannibalsson, Halldóra Thoroddsen og Sigurður H. Magnússon